Segir tímabært að þjóðin fái eitthvað að segja um aðild að NATO Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 13:18 Andrés Ingi og fleiri þingmenn Vinstri grænna standa að málinu. Fréttablaðið/eyþór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira