Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug. Hælisleitendur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug.
Hælisleitendur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira