Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug. Hælisleitendur Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug.
Hælisleitendur Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira