Eldflaugafræðingur í liði Spánverja á HM kvenna í fótbolta í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 11:00 Celia Jimenez er hámenntun landsliðkona Spánverja sem er á leið á HM í sumar. Getty/Lars Baron Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið. EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu teflir fram vísindamanni í liði sína á HM í Frakklandi í sumar. Bakvörðurinn Celia Jimenez Delgado er eldflaugafræðingur en hún er með próf í flugvélaverkfræði frá háskólanum í Alabama. Það er vel þekkt að knattspyrnukonur klári sitt háskólanám með fótboltanum eins og við höfum séð með með leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi en Katrín Jónsdóttir kláraði lækninn á sama tíma og hún leiddi íslenska landsliðið í söguleg ævintýri í Evrópukeppninni. Það er samt ekkert skrítið að menntun spænsku landsliðskonunnar vaki mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem eldflaugafræðingar (rocket scientist) keppa á stórmótum í íþróttum. Breska ríkisútvarpið fjallaði um Jimenez í tilefni af vináttulandsleik Englendinga og Spánverja í kvöld en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina. „Á hverjum leikdegi þá gerum við í liðinu lítið heilabrot til að koma hausnum í gang og ef það hefur eitthvað að gera með tölur þá horfa allar á mig og spyrja: Hvað eigum við að gera, hvað er er planið,“ segir Celia Jimenez.“Even though football and aerospace engineering might look like two different fields and concepts, they are actually really related.” Meet the rocket scientist heading for the World Cuphttps://t.co/WN4N9C9P8npic.twitter.com/DuKi6tjsJk — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Ég var alltaf að setja saman hluti þegar ég var krakki og ég vissi alltaf að ég vildi verða verkfræðingur. Ég elska að hanna hluti og finna svörin við vandamálum,“ sagði Jimenez. „Kannski finnst mörgum fótbolti og flugvélaverkfræði ekki tengjast mikið en það er mikið líkt með þeim. Á báðum vígstöðvum þarftu að leggja mikið á þig án þess að niðurstaðan komi strax í ljós. Ef þú upplifir slæman dag þá verður þú bara að vakna morguninn eftir og reyna aftur. Það er eins með fótboltann,“ sagði Jimenez. Blaðamaður BBC klóraði sér örugglega í hausnum þegar Celia útskýrði hvað henni fannst skemmtilegast í háskólanáminu. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara dýpra í þetta,“ sagði Celia og kannski eins gott því það eru ekki margir sem fylgja henni svo auðveldlega eftir þegar kemur að fræðunum. Celia Jimenez byrjaði að spila í meistaraflokki á Spáni þegar hún var aðeins fimmtán ára og spilaði síðan fótbolta í Bandaríkjunum með háskólanámi sínu. Hún var svo liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengard árið 2018 og þær spiluðu meðal annars saman í Meistaradeildinni. Jimenez viðurkennir þó fúslega að það hafi oft verið erfitt að samtvinna krefjandi nám og fótboltann ekki síst þegar kom að landsliðinu og mörgum ferðalögum til Evrópu. „Það var svolítið erfitt að þurfa að vera að fljúga fram og til baka á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég missti af fullt af tímum sem ég þurfti síðan að vinna upp ein. Það þýddi meiri vinnu en ég er mjög ánægð með að hafa klárað námið,“ sagði Jimenez. Hin 23 ára gamla Celia er að gera góða hluti í fótboltanum og vísindastörfin bíða því í bili. Hún fékk nýverið samning hjá bandaríska félaginu Seattle Reign og spilar sinn fyrsta leik í bandarísku deildinni seinna í þessum mánuði. Jimenez vonast til að komast í starf í sínum fræðum þegar fótboltaferillinn klárast en áður er draumur að rætast hjá henni með því að spila í bandarísku deildinni. „Ég fór að gráta af gleði þegar ég fékk fréttirnar,“ sagði Jimenez um samninginn við Seattle Reign liðið.
EM 2017 í Hollandi Spánn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira