Jürgen Klopp vildi ekki mæta Porto í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:00 Jürgen Klopp í leik á móti Porto í Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Simon Stacpoole Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira
Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira