Erlent

Fjórtán handteknir eftir skotárás í Danmörku

Andri Eysteinsson skrifar
Danska lögreglan hefur handtekið 14 í tengslum við skotárás
Danska lögreglan hefur handtekið 14 í tengslum við skotárás Getty/Francis Dean
Einn er látinn og fjórir eru særðir eftir skotárás í bænum Rungsted í Danmörku. Lögreglan á Norður-Sjálandi greindi frá þessu á blaðamannafundi í Helsingor í kvöld. DR greinir frá.

Tilkynnt var um skothríð á strandveginum í Rungsted rétt eftir klukkan 18 í kvöld. Lögreglustjórinn Lau Thygesen sagði á blaðamannafundinum að við komuna á vettvang hafi lögreglan komist að því að fleiri væru særðir en bara einn. „Við getum nú staðfest að einn er látinn og fjórir eru særðir og dvelja á sjúkrahúsi,“ sagði Thygesen.

Lögreglan á Norður-Sjálandi greindi frá því á Twitter síðu sinni að 14 menn á aldrinum 20-32 ára hafi verið handteknir í tengslum við málið.



Lögreglan telur að skotárásin tengist uppgjöri milli tveggja gengja úr nágrenninu.

„Við vinnum út frá því, en lokum að sjálfsögðu ekki á aðra möguleika. Í augnablikinu lítur út fyrir að þetta sé tengt gengjastríði,“ sagði Thygesen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×