Seinka barneignum og skipuleggja lífshlaupið Sighvatur Jónsson skrifar 6. apríl 2019 20:00 Hver kona á Íslandi hefur aldrei fætt færri börn en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Gvendur Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira