Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 14:41 Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni. Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni.
Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent