Rapparar hella sér yfir lögguna á Suðurnesjum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 11:41 FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM segja tónlistarmennirnir en Ólafur Helgi veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti. Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti.
Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira