Vændið í RÚV og Stígamótum Arnar Sverrisson skrifar 4. apríl 2019 23:42 Það er gott að hrósa. Það er líka gott að segja kost og löst. Sjónvarp RÚV verðskuldar lof fyrir eitt og annað, ekki síst fyrir dagskrárliði helgaða börnum, unglingum og fötluðu fólki. Síðasta kosningasjónvarp var afskaplega vel unnið; borgarfundur um geðheilbrigðismál var vel heppnaður og bíódagar eru hvalreki fyrir kvikmyndaunnendur. Margt er einnig vel gert í Kastljósi og Kveiki. En þegar samskipti kynjanna ber á góma skrikar blaðamönnum þó iðulega fótur. Það á m.a. við um þáttinn um vændi, sem sýndur var nýlega. Þátturinn fjallaði nær eingöngu um vændi kvenna. Rannsóknarblaðamennska var í heiðri höfð, að þessu sinni með ýmis konar bellibrögðum –og jafnvel hugsanlegu lögbroti. Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, var að mestu leyti í sviðsljósinu. Rannsóknarblaðamennska vekur óhjákvæmilega upp spurningar um aðferð og tilgang. Er tilgangurinn að upplýsa og fræða, leiða í ljós raunsannar skoðanir og staðreyndir? Er sanngjarnt að ætlast til þess, að blaðamaður kunni nokkur skil á umfjöllunarefninu, skoði það frá öllum hliðum og sé meðvitaður um eigin fordóma? Sé svarið jákvætt, missa aðstandendur þáttarins marks. Glíma Láru við eigin fordóma var stundum grátbrosleg eins og t.d. þegar hún í vandlætingarundrun spyr viðmælanda sinn, fyrrum kynlífsþjón (vændiskonu) að því, hvernig hún hafi sinnt fjórtán viðskiptavinum á einni „vakt.“ Með því, að liggja sem mest á bakinu, var hið kankvíslega svar. Vanþóknun og vandlæting var ekki síður áberandi, þegar tveir karlkyns kynlífskaupendur voru yfirheyrðir, karlmenn, sem „áttu börn og jafnvel barnabörn.“ „Finnst þér þetta vera verri svik en framhjáhald, sem ekki kostar pening,?“ spurði Lára og fór á kostum. Og: „Heldurðu þá héðan í frá að munirðu ekki gera þetta aftur,?“ sagði Lára, þegar karlauminginn hafði játað. Hinn játaði líka. „Hvernig leið þér eftir á?,“ spurði Lára þá. Viðmælendur voru af ferns konar tagi; nokkrir erlendir kynlífsþjónar og tveir íslenskir (annar þeirra úr skóla Stígamóta), kynlífskaupendur, löggæslufólk og kvenfrelsarar í meðferðarstörfum og stjórnsýslu. Tveir fyrstnefndu hóparnir voru lokkaðir til viðtala/yfirheyrslu, nema íslensku kynlífsþjónarnir. Engin hinna útlendu kvenna, sem seldu kynlífsþjónustu, gerði það nauðug. Önnur hinna íslensku talaði lofsamlega um starf sitt, taldi það jafnvel hafa bjargað skinni sínu. Hún lýsir starfi sínu svo: „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt og svo græðir maður á þessu líka.“ „Ég fæ heilmikið út úr þessu og ég er eftir góðan hitting alveg þrem sentimetrum hærri, sko.“ Lára spurði hana staðhæfandi: „Þessar konur sem og karlar, sem hafa stundað vændi, finna síðar fyrir mikilli skömm og getur tekið áratugi að vinna úr, takist það á annað borð ... 70%, sem hafa verið í vændi upplifa áfallastreitu.“ Og hin spurða svarar: „Af hverju ætti ég að skammast mín.“ ... „Hamingjusama hóran“ ... er til: „Og ég myndi segja að vændi hafi bjargað lífi mínu.“ Ofbeldi var umræddum kynlífsþjóni venjulega ekki sýnt í starfi. Hún kvartaði þó undan karli, sem stjakaði of harkalega við lærum hennar. Lára lagði sig í líma við að sannfæra viðmælandann um, að hér væri um nauðgun að ræða, enda þótt hann hafi látið í té endurgjald fyrir þjónustuna. Viðmælanda rak greinilega í rogastans. „En þetta sem þú lýsir þarna er bara lýsing á nauðgun samt,“ sagði Lára og sat föst við sinn keip. Lögreglufólkið hélt sig að mestu leyti í skinni sínu. Þó átti Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullt í fangi með að leyna andstyggð sinni á athæfinu. “Það ætti ekki að vera sjálfsagt að kaupa líkama annarrar manneskju,“ telur hún. (Leyfi mér að gera ráð fyrir, að hún eigi við aðgang að kynfærum sérstaklega. Fólk selur nefnilega líkami sína umvörpum.) Yfirmaður vændiskvennahjálparsveitar sama embættis virtist vonsvikinn yfir því, hversu fáar vændiskonur vildu þiggja hjálp hans. Viðhorf kvenfrelsaranna voru giska afdráttarlaus. Nokkur dæmi: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkur: Nektardans er „hræðilegur.“ „Það er auðvitað, sem við viljum ekki að hundruðir manna á hverjum tíma nálgist líkama kvenna og borga fyrir að misnota hana.“ Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð (hjálparstofnun fyrir þolendur ofbeldis): „Vændi er kynferðisofbeldi í mínum huga.“ Starfsmenn Stígamóta: „Flestir sem hingað koma ef ekki allir hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á ævinni. Þær selja sjálfum sér þá hugmynd að þetta sé æðislegt til að geta haldið áfram: Þær eru yfirleitt fyrst í stað að upplifa mikla stjórn ... [og] jafnvel að þetta sé æðislegt. Á ákveðnu tímabili sáttar, finnst okkar konum ákveðin sjálfstyrking að því að selja líkama sinn – fá „egópúst ... en það, að þú þurfir þess á þennan hátt gefur til kynna, að þú hafir mjög brotna sjálfsmynd.“ ... „Þó að þú hafir í einhvern tíma jafnvel nokkur ár ... þessa mynd í höfðinu, að þú sért fullkomlega hamingjusöm, að þetta sé frábært, þá ertu meira að selja þér þá hugmynd heldur en að það sé þannig í raun og veru. En ég vona innilega, að þær sem segi þetta, að þær haldi í þá upplifun, því að þegar þær hrynja, þá verður hrunið rosalega mikið. ... [Nítíu af hundraði] þessara einstaklinga voru að upplifa skömm og 66% þeirra höfðu gert tilraun til sjálfsvígs – og áfallastreita kemur í kjölfar erfiðra atburða eins og stríðsátaka eða alvarlegra náttúruhamfara eða kynferðisofbeldis, þannig að í rauninni eru afleiðingar af vændi eins og maður sé nýkominn úr stríðsátökum eða náttúruhamförum. ... Skömmin er gríðarleg, mikill kvíði og þunglyndi, sjálfsásakanir, sjálfshatur.“ Lára virðist hafa gengið í skóla Stígamóta eins og fleiri fréttamenn RÚV. (Ástarsamband RÚV og öfgakvenfrelsara er eftirtektarvert.) Yfirlýsingar hennar eru „náttúruhamförum“ líkastar: Lára staðhæfir: „[Y]firgnæfandi meirihluti þeirra sem selja vændi eru í bágri stöðu fjárhagslega og félagslega.“ Hún telur vændiskonur fátækar og óheilar á geði, að þær séu ófærar um að velja „aðra leið“ og selji sig fyrir næsta fíkniefnaskammt. „Vændi hefur bókstaflega eyðilagt líf sumra þeirra kvenna, sem við ræddum við. Þær hafa borið slíkan skaða bæði á sál og líkama, að þær eru öryrkjar, óvinnufærar, heilsulausar. Aðrar eiga enn von, þær eiga einfaldlega þann draum að fá að [lifa] eðlilegu lífi.“ ... „Langflestir þolendur vændis bera þess merki í mörg ár á eftir, skömmin og sektarkenndin er slík, að það getur verið erfitt fyrir fólk að sætta sig við þessa reynslu, nema Gugga, hún er alveg klár á því, að hún er alveg sátt við það, sem hún gerir.“ Vændi segir Lára að tengist undirheimum Íslands og að heimur vændis og afbrota skarist oft, konur séu neyddar í vændi til að fjármagna neysluna. Þetta er byggt á sögusögnum. Eins og við má búast koma karlar í brennidepil Láru sem afbrotamenn (sem þeir eru samkvæmt íslenskum lögum). Lára yfirfærir ágiskanir lögregluyfirvalda í Noregi og Svíþjóð um fjölda karlkyns vændiskaupanda og áætlar að þrettán til sautján þúsund íslenskir karlar kaupi sér kynlíf hjá atvinnumönnum. Þáttarstjórnandi bendir réttilega á, að góðra rannsókna á kynlífsþjónustu á Íslandi sé vant. En vönduðum, erlendum rannsóknum hefur fjölgað verulega síðustu áratugi. Hvað ætli þær segi? Hvað má læra af fordómalítilli, erlendri umræðu? Skoðum nokkur dæmi af mörgum:Um viðhorf fræðilegrar umræðu: „Fræðileg umræða beinist enn þá um of að kynlífi sem slíku í stað vinnu. Þar að auki er margs konar fordæming (stigmatization) áberandi, þrátt fyrir að æ fleiri fræðimenn gagnrýni ríkjandi afbrigðileikaviðhorf til kynlífsþjóna. T.d. er því, sem kynlífsþjónustu er talið til foráttu, fremur rakið til eðlis starfsins en þeirrar fordæmingar, sem hún býr við, eða neikvæðra aðstæðna. ... Almennt er það svo, að höfundar [fræðilegra verka] láta hjá líða að sundurgreina hin ýmsu afbrigði kynlífsþjóna með fullnægjandi hætti.“ (Ine Vanwesenbeeck).Um aðferð og kenningu: „Meginágalli flestra rannsókna á vændi (prostitution) er skortur á viðmiðunarhópum. Það á einnig við um þá, sem aðhyllast kúgunarkenningar [það er, að kaup kynlífsþjónustu karla af konum séu erkidæmi um kúgun kvenna]. Þýði (sundurgreindir hópar) vændiskvenna eru ekki bornir saman við gaumgæfilega valin þýði kvenna, sem ekki bjóða kynlífsþjónustu.“ Sama á við um kaupendur. Kúgunarfræðingar vitna í verk hverra annarra og virða að vettugi rannsóknir þeirra, sem nálgast viðfangsefnið með opnum huga. (Ronald Weitzer) Rannsóknir á þessu sviði (sérstaklega í Skotlandi) „bera svipmót vandkvæða, hvort heldur sem athygli er beint að kenningu eða aðferð.“ (Linda Cusick)Tilbrigði við kynlífsþjónustu: Margar rannsóknir benda til að u.þ.b. tvö til fimmtán af hundraði þjónustunnar sé veitt af kynlífsþjónum götunnar. Stærsti hluti rannsókna á við um þennan hóp og nánast allar rannsóknir, unnar af kvenfrelsunarfræðimönnum. (Ronald Weltzer, Manisha Shah, Scott Cunningham)Um umfang vændis: „Enda þótt nákvæmar tölur um þá, sem vændi stunda í Skotlandi sem og annars staðar, sé á reiki, eru vísbendingar um, að konur séu þar í meirihluta.“ (Skýrsla unnin 2017 á vegum skoskra stjórnvalda.) Í skýrslu unninni á vegum stjórnvalda í Noregi árið 2014 kemur fram, að mat á vændi eftir 2010 liggi ekki fyrir og að fyrra mat sé óáreiðanlegt. Í opinberri skýrslu frá Svíþjóð er ritað: „Það er ... vandkvæðum bundið að benda á grunnstef í þróuninni. Hefur vændi færst í aukana eða dregist saman? Ótvírætt svar við þeirri spurningu er ekki á okkar valdi.“ (Socialstyrelsen 2008)Um þá, sem stunda vændi og orsakir þess? „Meirihluti kynlífsþjóna eru konur. Nákvæmt hlutfall [karla og kvenna] er óþekkt. Kynlífsþjónar eru á misjöfnum aldri, dreifing er mikil. Um það bil helmingur þeirra hóf störf á þrítugsaldri. Flestir aðspurðra segja, að þeir selji kynlífsþjónustu vegna peninganna, en margir gefa einnig upp forvitni sem ástæðu. ... „Flestar vændiskvenna eru eins og fólk er flest og drýgja tekjur sínar t.d. sem hjúkrunarfræðingar og nemendur.“ (Þjóðlegt setur velferðarrannsókna/ Socialforskningsinstituttet)Um starfssæld: Vændiskonur götunnar eru oft vansælar með starf sitt: „Á hinn bóginn eru fylgdarkonur, sem starfa í vændishúsum, nektarstöðum eða nuddstofum oft og tíðum afar ánægðar með starf sitt sökum sjálfdæmis, launa, styrks og tiltölulega öruggs vinnuumhverfis, samfara takmarkaðri áhættu á handtöku.“ (Cody Jörgensen) Fræðimenn Stígamóta og rannsóknarblaðamaður RÚV gera hvergi grein fyrir þeim hópi vændisfólks, sem um er rætt. Samkvæmt lýsingum má þó leiða að líkum, að um sé að ræða konur, sem áttu verulega bágt, áður en þær ákváðu að leggja fyrir sig kynlífsþjónustu. Staðhæfingar um orsakir og afleiðingar eru hrein hugarfóstur, sem ekki hafa við nein gild fræði að styðjast. Sjúkdómsgreiningar eru ærið vafasamar. Á sjúkrastofnunum, þar sem starfsmenn eru vandir að faglegri virðingu sinni, eru slíkar greiningar á ábyrgð sérfræðinga í klínískri sálfræði eða geðlækningum. Þetta á ekki síst við um mismunagreiningar, þar sem áfallastreituröskun (post-traumatic stress disorder) gæti komið við sögu. (Þýðingar eru greinarhöfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er gott að hrósa. Það er líka gott að segja kost og löst. Sjónvarp RÚV verðskuldar lof fyrir eitt og annað, ekki síst fyrir dagskrárliði helgaða börnum, unglingum og fötluðu fólki. Síðasta kosningasjónvarp var afskaplega vel unnið; borgarfundur um geðheilbrigðismál var vel heppnaður og bíódagar eru hvalreki fyrir kvikmyndaunnendur. Margt er einnig vel gert í Kastljósi og Kveiki. En þegar samskipti kynjanna ber á góma skrikar blaðamönnum þó iðulega fótur. Það á m.a. við um þáttinn um vændi, sem sýndur var nýlega. Þátturinn fjallaði nær eingöngu um vændi kvenna. Rannsóknarblaðamennska var í heiðri höfð, að þessu sinni með ýmis konar bellibrögðum –og jafnvel hugsanlegu lögbroti. Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, var að mestu leyti í sviðsljósinu. Rannsóknarblaðamennska vekur óhjákvæmilega upp spurningar um aðferð og tilgang. Er tilgangurinn að upplýsa og fræða, leiða í ljós raunsannar skoðanir og staðreyndir? Er sanngjarnt að ætlast til þess, að blaðamaður kunni nokkur skil á umfjöllunarefninu, skoði það frá öllum hliðum og sé meðvitaður um eigin fordóma? Sé svarið jákvætt, missa aðstandendur þáttarins marks. Glíma Láru við eigin fordóma var stundum grátbrosleg eins og t.d. þegar hún í vandlætingarundrun spyr viðmælanda sinn, fyrrum kynlífsþjón (vændiskonu) að því, hvernig hún hafi sinnt fjórtán viðskiptavinum á einni „vakt.“ Með því, að liggja sem mest á bakinu, var hið kankvíslega svar. Vanþóknun og vandlæting var ekki síður áberandi, þegar tveir karlkyns kynlífskaupendur voru yfirheyrðir, karlmenn, sem „áttu börn og jafnvel barnabörn.“ „Finnst þér þetta vera verri svik en framhjáhald, sem ekki kostar pening,?“ spurði Lára og fór á kostum. Og: „Heldurðu þá héðan í frá að munirðu ekki gera þetta aftur,?“ sagði Lára, þegar karlauminginn hafði játað. Hinn játaði líka. „Hvernig leið þér eftir á?,“ spurði Lára þá. Viðmælendur voru af ferns konar tagi; nokkrir erlendir kynlífsþjónar og tveir íslenskir (annar þeirra úr skóla Stígamóta), kynlífskaupendur, löggæslufólk og kvenfrelsarar í meðferðarstörfum og stjórnsýslu. Tveir fyrstnefndu hóparnir voru lokkaðir til viðtala/yfirheyrslu, nema íslensku kynlífsþjónarnir. Engin hinna útlendu kvenna, sem seldu kynlífsþjónustu, gerði það nauðug. Önnur hinna íslensku talaði lofsamlega um starf sitt, taldi það jafnvel hafa bjargað skinni sínu. Hún lýsir starfi sínu svo: „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt og svo græðir maður á þessu líka.“ „Ég fæ heilmikið út úr þessu og ég er eftir góðan hitting alveg þrem sentimetrum hærri, sko.“ Lára spurði hana staðhæfandi: „Þessar konur sem og karlar, sem hafa stundað vændi, finna síðar fyrir mikilli skömm og getur tekið áratugi að vinna úr, takist það á annað borð ... 70%, sem hafa verið í vændi upplifa áfallastreitu.“ Og hin spurða svarar: „Af hverju ætti ég að skammast mín.“ ... „Hamingjusama hóran“ ... er til: „Og ég myndi segja að vændi hafi bjargað lífi mínu.“ Ofbeldi var umræddum kynlífsþjóni venjulega ekki sýnt í starfi. Hún kvartaði þó undan karli, sem stjakaði of harkalega við lærum hennar. Lára lagði sig í líma við að sannfæra viðmælandann um, að hér væri um nauðgun að ræða, enda þótt hann hafi látið í té endurgjald fyrir þjónustuna. Viðmælanda rak greinilega í rogastans. „En þetta sem þú lýsir þarna er bara lýsing á nauðgun samt,“ sagði Lára og sat föst við sinn keip. Lögreglufólkið hélt sig að mestu leyti í skinni sínu. Þó átti Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullt í fangi með að leyna andstyggð sinni á athæfinu. “Það ætti ekki að vera sjálfsagt að kaupa líkama annarrar manneskju,“ telur hún. (Leyfi mér að gera ráð fyrir, að hún eigi við aðgang að kynfærum sérstaklega. Fólk selur nefnilega líkami sína umvörpum.) Yfirmaður vændiskvennahjálparsveitar sama embættis virtist vonsvikinn yfir því, hversu fáar vændiskonur vildu þiggja hjálp hans. Viðhorf kvenfrelsaranna voru giska afdráttarlaus. Nokkur dæmi: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkur: Nektardans er „hræðilegur.“ „Það er auðvitað, sem við viljum ekki að hundruðir manna á hverjum tíma nálgist líkama kvenna og borga fyrir að misnota hana.“ Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð (hjálparstofnun fyrir þolendur ofbeldis): „Vændi er kynferðisofbeldi í mínum huga.“ Starfsmenn Stígamóta: „Flestir sem hingað koma ef ekki allir hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á ævinni. Þær selja sjálfum sér þá hugmynd að þetta sé æðislegt til að geta haldið áfram: Þær eru yfirleitt fyrst í stað að upplifa mikla stjórn ... [og] jafnvel að þetta sé æðislegt. Á ákveðnu tímabili sáttar, finnst okkar konum ákveðin sjálfstyrking að því að selja líkama sinn – fá „egópúst ... en það, að þú þurfir þess á þennan hátt gefur til kynna, að þú hafir mjög brotna sjálfsmynd.“ ... „Þó að þú hafir í einhvern tíma jafnvel nokkur ár ... þessa mynd í höfðinu, að þú sért fullkomlega hamingjusöm, að þetta sé frábært, þá ertu meira að selja þér þá hugmynd heldur en að það sé þannig í raun og veru. En ég vona innilega, að þær sem segi þetta, að þær haldi í þá upplifun, því að þegar þær hrynja, þá verður hrunið rosalega mikið. ... [Nítíu af hundraði] þessara einstaklinga voru að upplifa skömm og 66% þeirra höfðu gert tilraun til sjálfsvígs – og áfallastreita kemur í kjölfar erfiðra atburða eins og stríðsátaka eða alvarlegra náttúruhamfara eða kynferðisofbeldis, þannig að í rauninni eru afleiðingar af vændi eins og maður sé nýkominn úr stríðsátökum eða náttúruhamförum. ... Skömmin er gríðarleg, mikill kvíði og þunglyndi, sjálfsásakanir, sjálfshatur.“ Lára virðist hafa gengið í skóla Stígamóta eins og fleiri fréttamenn RÚV. (Ástarsamband RÚV og öfgakvenfrelsara er eftirtektarvert.) Yfirlýsingar hennar eru „náttúruhamförum“ líkastar: Lára staðhæfir: „[Y]firgnæfandi meirihluti þeirra sem selja vændi eru í bágri stöðu fjárhagslega og félagslega.“ Hún telur vændiskonur fátækar og óheilar á geði, að þær séu ófærar um að velja „aðra leið“ og selji sig fyrir næsta fíkniefnaskammt. „Vændi hefur bókstaflega eyðilagt líf sumra þeirra kvenna, sem við ræddum við. Þær hafa borið slíkan skaða bæði á sál og líkama, að þær eru öryrkjar, óvinnufærar, heilsulausar. Aðrar eiga enn von, þær eiga einfaldlega þann draum að fá að [lifa] eðlilegu lífi.“ ... „Langflestir þolendur vændis bera þess merki í mörg ár á eftir, skömmin og sektarkenndin er slík, að það getur verið erfitt fyrir fólk að sætta sig við þessa reynslu, nema Gugga, hún er alveg klár á því, að hún er alveg sátt við það, sem hún gerir.“ Vændi segir Lára að tengist undirheimum Íslands og að heimur vændis og afbrota skarist oft, konur séu neyddar í vændi til að fjármagna neysluna. Þetta er byggt á sögusögnum. Eins og við má búast koma karlar í brennidepil Láru sem afbrotamenn (sem þeir eru samkvæmt íslenskum lögum). Lára yfirfærir ágiskanir lögregluyfirvalda í Noregi og Svíþjóð um fjölda karlkyns vændiskaupanda og áætlar að þrettán til sautján þúsund íslenskir karlar kaupi sér kynlíf hjá atvinnumönnum. Þáttarstjórnandi bendir réttilega á, að góðra rannsókna á kynlífsþjónustu á Íslandi sé vant. En vönduðum, erlendum rannsóknum hefur fjölgað verulega síðustu áratugi. Hvað ætli þær segi? Hvað má læra af fordómalítilli, erlendri umræðu? Skoðum nokkur dæmi af mörgum:Um viðhorf fræðilegrar umræðu: „Fræðileg umræða beinist enn þá um of að kynlífi sem slíku í stað vinnu. Þar að auki er margs konar fordæming (stigmatization) áberandi, þrátt fyrir að æ fleiri fræðimenn gagnrýni ríkjandi afbrigðileikaviðhorf til kynlífsþjóna. T.d. er því, sem kynlífsþjónustu er talið til foráttu, fremur rakið til eðlis starfsins en þeirrar fordæmingar, sem hún býr við, eða neikvæðra aðstæðna. ... Almennt er það svo, að höfundar [fræðilegra verka] láta hjá líða að sundurgreina hin ýmsu afbrigði kynlífsþjóna með fullnægjandi hætti.“ (Ine Vanwesenbeeck).Um aðferð og kenningu: „Meginágalli flestra rannsókna á vændi (prostitution) er skortur á viðmiðunarhópum. Það á einnig við um þá, sem aðhyllast kúgunarkenningar [það er, að kaup kynlífsþjónustu karla af konum séu erkidæmi um kúgun kvenna]. Þýði (sundurgreindir hópar) vændiskvenna eru ekki bornir saman við gaumgæfilega valin þýði kvenna, sem ekki bjóða kynlífsþjónustu.“ Sama á við um kaupendur. Kúgunarfræðingar vitna í verk hverra annarra og virða að vettugi rannsóknir þeirra, sem nálgast viðfangsefnið með opnum huga. (Ronald Weitzer) Rannsóknir á þessu sviði (sérstaklega í Skotlandi) „bera svipmót vandkvæða, hvort heldur sem athygli er beint að kenningu eða aðferð.“ (Linda Cusick)Tilbrigði við kynlífsþjónustu: Margar rannsóknir benda til að u.þ.b. tvö til fimmtán af hundraði þjónustunnar sé veitt af kynlífsþjónum götunnar. Stærsti hluti rannsókna á við um þennan hóp og nánast allar rannsóknir, unnar af kvenfrelsunarfræðimönnum. (Ronald Weltzer, Manisha Shah, Scott Cunningham)Um umfang vændis: „Enda þótt nákvæmar tölur um þá, sem vændi stunda í Skotlandi sem og annars staðar, sé á reiki, eru vísbendingar um, að konur séu þar í meirihluta.“ (Skýrsla unnin 2017 á vegum skoskra stjórnvalda.) Í skýrslu unninni á vegum stjórnvalda í Noregi árið 2014 kemur fram, að mat á vændi eftir 2010 liggi ekki fyrir og að fyrra mat sé óáreiðanlegt. Í opinberri skýrslu frá Svíþjóð er ritað: „Það er ... vandkvæðum bundið að benda á grunnstef í þróuninni. Hefur vændi færst í aukana eða dregist saman? Ótvírætt svar við þeirri spurningu er ekki á okkar valdi.“ (Socialstyrelsen 2008)Um þá, sem stunda vændi og orsakir þess? „Meirihluti kynlífsþjóna eru konur. Nákvæmt hlutfall [karla og kvenna] er óþekkt. Kynlífsþjónar eru á misjöfnum aldri, dreifing er mikil. Um það bil helmingur þeirra hóf störf á þrítugsaldri. Flestir aðspurðra segja, að þeir selji kynlífsþjónustu vegna peninganna, en margir gefa einnig upp forvitni sem ástæðu. ... „Flestar vændiskvenna eru eins og fólk er flest og drýgja tekjur sínar t.d. sem hjúkrunarfræðingar og nemendur.“ (Þjóðlegt setur velferðarrannsókna/ Socialforskningsinstituttet)Um starfssæld: Vændiskonur götunnar eru oft vansælar með starf sitt: „Á hinn bóginn eru fylgdarkonur, sem starfa í vændishúsum, nektarstöðum eða nuddstofum oft og tíðum afar ánægðar með starf sitt sökum sjálfdæmis, launa, styrks og tiltölulega öruggs vinnuumhverfis, samfara takmarkaðri áhættu á handtöku.“ (Cody Jörgensen) Fræðimenn Stígamóta og rannsóknarblaðamaður RÚV gera hvergi grein fyrir þeim hópi vændisfólks, sem um er rætt. Samkvæmt lýsingum má þó leiða að líkum, að um sé að ræða konur, sem áttu verulega bágt, áður en þær ákváðu að leggja fyrir sig kynlífsþjónustu. Staðhæfingar um orsakir og afleiðingar eru hrein hugarfóstur, sem ekki hafa við nein gild fræði að styðjast. Sjúkdómsgreiningar eru ærið vafasamar. Á sjúkrastofnunum, þar sem starfsmenn eru vandir að faglegri virðingu sinni, eru slíkar greiningar á ábyrgð sérfræðinga í klínískri sálfræði eða geðlækningum. Þetta á ekki síst við um mismunagreiningar, þar sem áfallastreituröskun (post-traumatic stress disorder) gæti komið við sögu. (Þýðingar eru greinarhöfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun