Lífið

Haf­þór mætti á­samt stjörnunum á heims­for­sýningu Game of Thrones

Birgir Olgeirsson skrifar
Sophie Turner, Hafþór, Emilia Clarke, Peter Dinklage og Gwendoline Christie voru saman á rauða dreglinum í New York í gærkvöldi.
Sophie Turner, Hafþór, Emilia Clarke, Peter Dinklage og Gwendoline Christie voru saman á rauða dreglinum í New York í gærkvöldi. Facebook/Mark Leibowitz
Leikarar þáttanna Game of Thrones komu saman á heimsforsýningu áttundu og síðustu þáttaraðarinnar í Radio City tónlistarhöllinni í New York í gærkvöldi.

Á meðal þeirra sem mættu voru leikarar sem verða í nýjustu seríunni og leikarar sem áður höfðu hlutverk í þessum margfrægu þáttum.

Hafþór Júlíus stillir sér upp fyrir ljósmyndarana.Vísir/EPA
Fyrsti þáttur áttundu seríunnar fer ekki í almennar sýningar fyrr en síðar í apríl.

Leikarahjónin Lisa Bonet og Jason Momoa.Vísir/EPA
Þeir sem voru því viðstaddir forsýninguna í New York í gærkvöldi þurftu því að sitja á sér eftir að hafa séð fyrsta þáttinn og máttu aðeins deila með fólki viðbrögðum við honum sem gáfu ekkert upp um innihald hans.

Gwendoline Christie þótti bera af í klæðavali.Vísir/EPA
Leikkonan Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen, rauk á Instagram og sagði fólk eiga eftir að missa sig eftir að hafa séð fyrsta þáttinn.

Maisie Williams og Sophie Turner voru glæsilegar á rauða dreglinum.Vísir/EPA
Á meðal viðstaddra var einnig leikarinn Jason Mamoa, sem lék Khal Drogo í þáttunum, en hann sagði þetta hafa verið það besta sem hann hefur séð.

Leikarinn Kit Harrington ásamt eiginkonu sinni, skosku leikkonunni Rose Leslie.Vísir/EPA
Krafakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson var á meðal þeirra sem fengu boð á forsýninguna og lét sig ekki vanta. Hafþór hefur leikið Gregor Clegane sem hefur viðurnefnið The Mountain, eða Fjallið.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×