Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:56 Mótmæli voru haldin þegar 55 ár voru liðin frá valdaráninu á sunnudag. Skilti mótmælandans segir að það hafi verið einræði, pyntingar hafi átt sér stað og að jörðin sé hnöttótt. Vísir/Getty Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35
Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05