Handabönd, faðmlög og bros eftir margra vikna vinnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, féllust í faðma í Ráðherrabústaðnum að lokinni kynningu. Vísir/Vilhelm Skrifað var undir nýja kjarasamninga vinnumarkaðarins við atvinnurekendur með aðkomu stjórnvalda í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Óhætt er að segja að undirritun samninga hafi dregist á langinn en upphaflega stóð til að skrifa undir um kaffileytið. Undirritun hófst hins vegar ekki fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fulltrúar verkalýðsfélaganna, atvinnurekenda og stjórnvalda kynntu svo Lífskjarasamning 2019-2022 á fundi í Ráðherrabústaðnum á tólfta tímanum. Bros var komið á mörg andlit, endurtekið var grínast með það hversu þaulæfð kynningin var og svo var ballið búið, eða í bili. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, stóð vaktina fram yfir miðnætti og myndaði atburðarásina í Borgartúni og Tjarnargötu í gærkvöldi.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, teygir sig í eintak af samningnum sem undirritaður var í gær í Borgartúni. Þröngt var á þingi.Vísir/VilhelmBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur. Vísir/VilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skilja sáttir í Borgartúninu eftir margra vikna karp.Vísir/VilhelmMikið hefur mætt á Halldóri Benjamín undanfarna mánuði. Það hefur þó komið skýrt fram hve vel hann er lesinn enda hefur hann átt nokkur gullkorn í viðtölum þar sem vísað er til Forn-Grikkja svo eitthvað sé nefnt.Vísir/vilhelmÖll dýrin í skóginum orðnir vinir. Halldór Benjamín, Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmLeiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum..Vísir/VilhelmÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær Katrínu til að brosa sínu breiðasta.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í Ráðherrabústaðnum. Hann var ánægður með dagsverkið eins og fleiri.Vísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Skrifað var undir nýja kjarasamninga vinnumarkaðarins við atvinnurekendur með aðkomu stjórnvalda í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Óhætt er að segja að undirritun samninga hafi dregist á langinn en upphaflega stóð til að skrifa undir um kaffileytið. Undirritun hófst hins vegar ekki fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fulltrúar verkalýðsfélaganna, atvinnurekenda og stjórnvalda kynntu svo Lífskjarasamning 2019-2022 á fundi í Ráðherrabústaðnum á tólfta tímanum. Bros var komið á mörg andlit, endurtekið var grínast með það hversu þaulæfð kynningin var og svo var ballið búið, eða í bili. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, stóð vaktina fram yfir miðnætti og myndaði atburðarásina í Borgartúni og Tjarnargötu í gærkvöldi.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, teygir sig í eintak af samningnum sem undirritaður var í gær í Borgartúni. Þröngt var á þingi.Vísir/VilhelmBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur. Vísir/VilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skilja sáttir í Borgartúninu eftir margra vikna karp.Vísir/VilhelmMikið hefur mætt á Halldóri Benjamín undanfarna mánuði. Það hefur þó komið skýrt fram hve vel hann er lesinn enda hefur hann átt nokkur gullkorn í viðtölum þar sem vísað er til Forn-Grikkja svo eitthvað sé nefnt.Vísir/vilhelmÖll dýrin í skóginum orðnir vinir. Halldór Benjamín, Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/VilhelmLeiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum..Vísir/VilhelmÁsmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær Katrínu til að brosa sínu breiðasta.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í Ráðherrabústaðnum. Hann var ánægður með dagsverkið eins og fleiri.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira