„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 11:15 Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54