ESB fordæmir aðgerðir gegn leiðtoga stjórnarandstöðu Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 10:42 Guidó stýrir þingfundi í Caracas á þriðjudag. Vísir/EPA Ákvörðun stjórnlagaþings Venesúela um hægt verði að sækja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til saka er alvarlegt brot á stjórnarskrá og gengur gegn grundvallarreglum réttarríkisins og aðgreiningu valds. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem stjórnvöld í Suður-Ameríkulandinu eru fordæmd. Stjórnlagaþingið, sem Nicolás Maduro forseti stofnaði, samþykkti í vikunni að svipta Guaidó friðhelgi sem þingmaður og geta yfirvöld því handtekið hann telji þau ástæðu til. Guaidó hefur lýst sig lögmætan handahafa forsetavalds í Venesúela en hann er forseti þjóðþingsins sem var svipt völdum þegar Maduro stofnaði stjórnlagaþingið. „Evrópusambandið hafnar ákvörðuninni sem stjórnlagaþingið sem er ekki viðurkennt tók um að aflétta þingfriðhelgi Juan Guaidó. Ákvörðunin er alvarleg brot á stjórnarskrá Venesúela og einnig réttarríkinu og aðgreiningu valds,“ segir í yfirlýsingu Evrópusambandsríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri en fimmtíu ríki hafa sagst viðurkenna Guaidó sem lögmætan handhafa forsetavalds, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og flestar ríkisstjórnir í Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ríkisstjórn Maduro við því að skerða svo mikið sem hár á höfði Guaidó Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48 Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00 Ekkert rafmagn hjá milljónum Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi. 28. mars 2019 08:15 Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ákvörðun stjórnlagaþings Venesúela um hægt verði að sækja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til saka er alvarlegt brot á stjórnarskrá og gengur gegn grundvallarreglum réttarríkisins og aðgreiningu valds. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem stjórnvöld í Suður-Ameríkulandinu eru fordæmd. Stjórnlagaþingið, sem Nicolás Maduro forseti stofnaði, samþykkti í vikunni að svipta Guaidó friðhelgi sem þingmaður og geta yfirvöld því handtekið hann telji þau ástæðu til. Guaidó hefur lýst sig lögmætan handahafa forsetavalds í Venesúela en hann er forseti þjóðþingsins sem var svipt völdum þegar Maduro stofnaði stjórnlagaþingið. „Evrópusambandið hafnar ákvörðuninni sem stjórnlagaþingið sem er ekki viðurkennt tók um að aflétta þingfriðhelgi Juan Guaidó. Ákvörðunin er alvarleg brot á stjórnarskrá Venesúela og einnig réttarríkinu og aðgreiningu valds,“ segir í yfirlýsingu Evrópusambandsríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri en fimmtíu ríki hafa sagst viðurkenna Guaidó sem lögmætan handhafa forsetavalds, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og flestar ríkisstjórnir í Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ríkisstjórn Maduro við því að skerða svo mikið sem hár á höfði Guaidó
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48 Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00 Ekkert rafmagn hjá milljónum Skólastarf lá niðri og samgöngur í lamasessi. 28. mars 2019 08:15 Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vara Rússa við hernaðaríhlutun í Venesúela Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sendi Rússum skilaboð vegna aðstoðar sem þeir hafa veitt stjórnvöldum í Venesúela. 29. mars 2019 16:48
Maduro ögrar Bandaríkjunum Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. 22. mars 2019 08:00
Rússnesk hergögn í Caracas Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. 25. mars 2019 06:51