Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 10:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
„Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira