Innlent

Kynna nýja tegund af húsnæðislánum á föstudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundinum í kvöld.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundinum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Stjórnvöld ætla að kynna svokölluð hlutdeildarlán á næstunni. Um er að ræða nýja tegund af húsnæðislánum sem er hugsuð fyrir tekjulága.

Þetta kemur fram í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðum í húsnæðismálum sem hluti af kjarasamningum verkalýðshreyfingarinnar við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir í dag.

Gera á óverðtryggð lán að valkosti fyrir alla tekjuhópa og styðja við aukið framboð húsnæðis í gegnum félagslegt húsnæðiskerfi.

Þá á að gera fólki kleift að ráðstafa 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðiskaupa auk þess sem úrræði stjórnvalda vegna fyrstu kaupa geti nýst þeim sem hafi ekki átt íbúð í fimm ár.

Þá verður heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán framlengd í tvö ár.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld að Frosti Sigurjónsson myndi skýra nánar frá útfærslunum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×