Innlent

Kjarasamningar undirritaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirrituninni í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.
Frá undirrituninni í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld. vísir/vilhelm
Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:15 í kvöld.

Samningsaðilar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. Upphaflega stóð til að undirrita samningana í gær en því var frestað.

Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.Þar verður kynntur lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði að á fimmta hundrað vinnustunda á sáttafundum hafi verið skráðir í þessari lotu á skrifstofu ríkissáttasemjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×