Erlent

Kveðst ætla að huga betur að því að virða per­sónu­legt rými fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama.
Joe Biden gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama. Getty
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ætla að huga betur að því að virða persónulegt rými fólks. Hann segir að félagsleg viðmið hafi breyst og að hann þurfi að aðlagast.

Tvær konur hafa á síðustu dögum sakað Biden um að hafa snert þær á óviðeigandi máta. Biden hefur sjálfur hafnað því að hafa hagað sér á óviðeigandi hátt, en segir nú í myndbandi, sem hann birti á Twitter-síðu sinni, að hann ætli að huga betur að því hvernig hann bregðist við aðstæðum hverju sinni.

„Fyrir mig hafa stjórnmál ávallt snúist um að skapa tengsl, en ég ætla mér framvegis að huga betur að því að virða persónuleg rými,“ segir Biden. „Það er mín ábyrgð og ég mun gangast við henni.“

Biden hefur verið orðaður við forsetaframboð en hefur enn ekki staðfest að hann ætli fram.


Tengdar fréttir

Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×