Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 25-25 | Bæði lið í úrslitakeppnina Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 3. apríl 2019 23:00 Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR. vísir/bára ÍR og Stjarnan gerðu í kvöld 25-25 jafntefli í Olís deild karla. Leikurinn var æsispennandi fram á seinustu sókn en það var gefið blátt spjald fyrir mótmæli á lokasekúndum leiksins. Jafnteflið tryggir báðum liðum hinsvegar í úrslitakeppni svo bæði lið ættu að geta farið sátt á koddann. Varnarleikur Stjörnunnar er oft í vetur búinn að vera slakur til að byrja með og leikur kvöldsins var engin undantekning. Oft á tíðum leit út eins og varnarmenn Stjörnunnar hafi verið með sement í skónum. ÍR voru fljótir að ná stórri forystu en Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 7-3 fyrir ÍR en hans menn voru búnir að vera gríðarlega slakir þangað til. Stephen Nielsen markmaður ÍR var svakalegur í upphafi leiks en hann var kominn í 10 varin skot eftir tæpt korter af leiknum. Stjarnan fóru að spila með auka mann á bakvið útilínuna í sókninni eins og þeir eru búnir að gera mikið eftir áramót eftir leikhléið. Þetta opnaði mikið upp sóknarleikinn hjá þeim en það sást vel að þeim vantaði Egil Magnússon sem er frá vegna meiðsla. Þetta samt lítið til að byrja með en ÍR héldu áfram að bæta í forystuna. ÍR voru fljótir að stimpla sóknarlega og náðu að skapa sér mikið af færum þar sem boltinn gekk vel. Rúnar þurfti aftur að taka leikhlé í stöðunni 11-6 fyrir ÍR en Garðbæingarnir voru ennþá varla mættir á þeim tímapunkti. Eftir leikhlé Rúnars fór Birgir Steinn Jónsson af stað fyrir Stjörnuna. Birgir sem hafði verið rólegur þangað til með eitt einungis eitt mark skoraði 3 mörk og lagði upp eitt á lokakafla seinni hálfleiks. Stjarnan endaði fyrri hálfleik mjög vel og náðu að minnka muninn niður í 14-12 þrátt fyrir að spila illa eiginlega allan hálfleikinn. Fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks voru svipaðar og upphaf fyrri hálfleiks, ÍR skoruðu tvö fyrstu mörkin og hálfleiknum og komu forystunni sinni upp í 4 mörk, 16-12. Andri Hjartar Grétarsson byrjaði áhlaup gestana með marki úr horninu. Andri Már Rúnarsson gerði síðan gríðarlega vel í næstu sókn ÍR þar sem hann stal boltanum, brunaði upp völlinn og fiskaði síðan bæði víti og brottvísun. Andri Már jafnaði síðan nokkrum mínútum síðar í stöðunni 16-16 og þá tók Bjarni Fritzson þjálfari ÍR leikhlé. Stjarnan skoruðu næsta mark en síðan tók ÍR 5-1 áhlaup. Það leit út eins og ÍR voru búnir að ná tök á leiknum en svo var ekki. Vörnin hjá Stjörnunni fór loksins að gera eitthvað og ÍR áttu ennþá í erfiðleikum með að stoppa 7 á móti 6 sóknir Stjörnunnar. Stjarnan komst fljótlega yfir 22-21 með tæpum tíu mínútum eftir af leiknum. Þá kom Stephen Nielsen aftur inná en hann hafði verið tekinn útaf á tímapunkti í seinni hálfleik. Stephen dettur heldur betur í gang og ver næstu þrjú skot Stjörnunnar, ekki nóg með að Stephen var að verja heldur skoruðu ÍR líka 3 mörk í röð og komust aftur yfir nú 24-22. Rúnar tekur sitt þriðja og síðasta leikhlé með rúmlega fimm mínútur eftir og undir með tveimur mörkum. Aron Dagur Pálsson steig upp á loka mínútunum en hann skoraði 2 af seinustu 3 mörkum leiksins en Stjarnan jöfnuðu 25-25 með tvær mínútur eftir. Björgvin Þór Hólmgeirsson fékk dæmdan á sig ruðning í sókninni eftir að Aron Dagur jafnaði og gaf Stjörnunni þannig tækifæri á að vinna leikinn. Birgir Steinn sem var búinn að eiga svo frábæran leik skaut yfir í lokasókn Stjörnunnar og gaf ÍR því aftur tækifæri til að sækja sigurinn. Í lokasókn leiksins dæma dómarar leiksins fríkast en heimamenn voru allt annað en ánægðir með það, þeir vildu fá vítakast. Fríkastið var rétt áður en tíminn kláraðist svo ÍR fengu bara eitt skot. Áður en Björgvin Hólmgeirsson tók skotið úr fríkastinu fékk Bergvin Þór Gíslason rautt og síðan blátt spjald fyrir mótmæli. Skotið var langt frá markinu og jafntefli var staðreynd. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Stjarnan áttu skilið að vera undir með miklu meira en 2 mörkum í hálfleik. Agaður sóknarleikur þeirra ásamt einhverjum klaufaskap hjá ÍR héldu þeim inni í leiknum eftir fyrri hálfleik. Bæði lið voru fín í seinni hálfleik en Stjarnan náðu að framkvæma betur á lokakaflanum og náðu þannig jafnteflinu. Það eru síðan eflaust einhverjir ÍRingar sem vilja kenna dómurunum um að hafa misst stigið í kvöld en þeir vildu heldur betur fá víti. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson var frábær fyrir Stjörnuna þegar þeir komu tilbaka. Hann skoraði 7 mörk úr 12 skotum í kvöld. Unglingalandsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson átti líka mjög fína innkomu fyrir Stjörnuna. Þessi strákur er alltaf að fá stærra og stærra hlutverk og gerir alltaf betur og betur. Í kvöld endaði hann með 3 mörk í 3 skotum, 3 stoðsendingar og 2 fiskuð víti. Bjarki Már Gunnarsson var með 10 löglegar stöðvanir í kvöld og til þess að vörnin hjá Stjörnunni geti eitthvað verður hann að vera frábær eins og hann var í seinni hálfleik. Kristján Orri Jóhannsson er búinn að vera einn af betri hægri hornamönnum deildarinnar í vetur og hélt í kvöld áfram að sýna frábæra takta. Hann skoraði 6 mörk úr 8 skotum þar af 2 úr hraðaupphlaupum en hann er eldsnöggur upp völlinn. Björgvin og Bergvin voru báðir fínir í skyttunni í kvöld fyrir ÍR. Þeir voru báðir með 4 mörk úr 8 skotum og 3 stoðsendingar. Stephen Nielsen var heilt yfir mjög góður í kvöld. 41% markvarsla og ein góð stoðsending. ÍR vörnin var góð í fyrri hálfleik og það var kannski enginn af þeim sem stóð sérstaklega upp úr. Ráðaleysið við 7 á móti 6 sóknum Stjörnunnar í seinni hálfleik var hinsvegar ekki nógu gott hjá þeim. Þeir sátu of aftarlega og náðu ekki að mæta miðjumönnum Stjörnunnar nógu ofarlega. Hvað gekk illa? 6 á móti 6 sóknarleikur Stjörnunnar var alveg afleitur. Þeir náðu ekki að búa til nein góð færi og þeir voru eiginlega bara að skiptast á að reyna að skjóta yfir alla ÍR vörnina. Eftir að þeir settu Birgi inná náðu þeir að skapa meira fyrir allt liðið og fóru að skora úr fleiri stöðum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru örugg í úrslitakeppni og geta fagnað því. Einvígin í úrslitakeppni ráðast á laugardaginn. ÍR fara til Akureyrar og geta þar fellt Akureyri en þeir felldu Grótta síðasta laugardag. Stjarnan fær Selfoss í heimsókn í mögulegri upphitun fyrir úrslitakeppnina en eins og staðan er í dag myndu þessi lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Bjarni: Heimskulegasta sem ég hef séð á ævinni Í lokasókn ÍR var dæmt fríkast en Bjarni og allir aðrir ÍRingar vildu fá víti. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sjónvarpsleikur og dómararnir voru aðgang að VARsjá skoðuðu þeir atvikið en það má ekki þegar um svona dóma er að ræða. „Ég er ekkert að fara að drulla yfir dómarana. Mér fannst þetta bara vera víti og ég á ekki til auka tekið orð. Að þeir megi ekki kíkja á vídeóupptöku hvort þetta sé víti eða ekki víti á seinustu sekúndu leiksins, ef það er eitthvað bannað þá er þaðbara eitt það sem heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni. “ „Þeir eiga að geta notað þetta þetta VAR þegar þeir eru óvissir og undir pressu á seinustu sekúndunum. Þegar leikurinn er undir, eða þeir sleppa því. Það er ekki bara hvort það sé rautt eða ekki rautt, mark eða ekki mark, en ég er ekki að fara að drulla yfir þá neitt en ég er brjálaður.” ÍR töpuðu seinni hálfleiknum en þeir skoruðu einungis 11 mörk í honum. Sóknarleikurinn var slakur allan seinni hálfleikinn og Bjarni var ekki ánægður með spilamennskuna á köflum. „Þeir tóku okkur aðeins útaf laginu þegar þeir byrja að plúsa Begga. Við erum samt að fá töluvert af færum en Bubbi er bara að verja svolítið vel. Þá koma þeir inn í leikinn.” „Síðan kemur þessi kafli þar sem við erum komnir fjórum mörkum yfir. En missum forystuna of auðveldlega af því að við erum bara óagaðir. Við förum alltof í árasir , erum að skjóta yfir blokkir og erum að fara inn úr mjög þröngum færum. Við vorum að opna þá frekar auðveldlega á þeim kafla.” Bjarni súmmeraði seinni hálfleikinn snyrtilega niður fyrir okkur. „Við skulum bara segja að þeir hafi komist inn í leikinn af því að Bubbi varði aðeins og þeir spiluðu þetta 7 á móti 6 kerfi náttúrulega mjög vel. Markvarslan datt síðan niður í seinni hálfleik líka.” Bjarni var gríðarlega óánægður eftir leikinn en hann gleymdi meiri segja í lokinn að hann hafi fengið eitt stig úr leiknum. „Við ættum að vera ofar en Stjarnan. Við erum miklu betri en þeir í dag. Þeir eiga reyndar góð skil í kvöld og nýta sína styrkleika mjög vel. Þeir spiluðu rosalega agað sóknarlega. Ég er auðvitað bara pirraður yfir að tapa.” Rúnar: Birgir lærir af þessu lokaskoti„Mér finnst dálítið gott að við náum inn stigi eftir þennan leik þar sem vægast sagt ekki allt gekk upp hjá okkur sem við höfðum lagt upp með,” sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins en byrjun leiksins hjá Stjörnunni var langt undir pari. Stjarnan eru oft í vetur búnir að vera flatir varnarlega í upphafi og sama átti við í kvöld. Sóknin var ekki mikið skárri í fyrri hálfleik en þeir gátu eiginlega ekkert skorað fyrr en þeir byrjuðu að spila með auka mann í sóknininni. „Þetta var dálítið einstaklingsframtakið sem var að fara með okkur í byrjun. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að þetta fór að ganga hjá okkur. Menn voru aðeins meira lifandi þá en menn voru ekkert að gefa af sér í upphafi.” Úrslit kvöldsins tryggja Stjörnunni þátttöku í úrslitakeppninni en KA töpuðu sem þýðir að bæði ÍR og Stjarnan komast í úrslitakeppnina. „Þar sem ég kíkti á stöðuna hérna áðan þá vissi ég að sama hvort við töpuðum eða ekki þá værum við komnir í úrslitakeppnina. Ég er bara ánægður með það hvernig við kláruðum leikinn og lögðum okkur fram.” Birgir Steinn Jónsson tók skot full snemma í lokasókn Stjörnunnar. Birgir sem ungur leikmaður mun samt eflaust læra af reynslunni segir Rúnar. „Birgir Steinn átti frábæran leik og hann lærir síðan af þessu lokaskoti. Það er gott að eiga mann inni sem er búinn að læra af svona skoti. Við hefðum getað tekið þetta skot seinna. Olís-deild karla
ÍR og Stjarnan gerðu í kvöld 25-25 jafntefli í Olís deild karla. Leikurinn var æsispennandi fram á seinustu sókn en það var gefið blátt spjald fyrir mótmæli á lokasekúndum leiksins. Jafnteflið tryggir báðum liðum hinsvegar í úrslitakeppni svo bæði lið ættu að geta farið sátt á koddann. Varnarleikur Stjörnunnar er oft í vetur búinn að vera slakur til að byrja með og leikur kvöldsins var engin undantekning. Oft á tíðum leit út eins og varnarmenn Stjörnunnar hafi verið með sement í skónum. ÍR voru fljótir að ná stórri forystu en Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar tók ekki leikhlé fyrr en í stöðunni 7-3 fyrir ÍR en hans menn voru búnir að vera gríðarlega slakir þangað til. Stephen Nielsen markmaður ÍR var svakalegur í upphafi leiks en hann var kominn í 10 varin skot eftir tæpt korter af leiknum. Stjarnan fóru að spila með auka mann á bakvið útilínuna í sókninni eins og þeir eru búnir að gera mikið eftir áramót eftir leikhléið. Þetta opnaði mikið upp sóknarleikinn hjá þeim en það sást vel að þeim vantaði Egil Magnússon sem er frá vegna meiðsla. Þetta samt lítið til að byrja með en ÍR héldu áfram að bæta í forystuna. ÍR voru fljótir að stimpla sóknarlega og náðu að skapa sér mikið af færum þar sem boltinn gekk vel. Rúnar þurfti aftur að taka leikhlé í stöðunni 11-6 fyrir ÍR en Garðbæingarnir voru ennþá varla mættir á þeim tímapunkti. Eftir leikhlé Rúnars fór Birgir Steinn Jónsson af stað fyrir Stjörnuna. Birgir sem hafði verið rólegur þangað til með eitt einungis eitt mark skoraði 3 mörk og lagði upp eitt á lokakafla seinni hálfleiks. Stjarnan endaði fyrri hálfleik mjög vel og náðu að minnka muninn niður í 14-12 þrátt fyrir að spila illa eiginlega allan hálfleikinn. Fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks voru svipaðar og upphaf fyrri hálfleiks, ÍR skoruðu tvö fyrstu mörkin og hálfleiknum og komu forystunni sinni upp í 4 mörk, 16-12. Andri Hjartar Grétarsson byrjaði áhlaup gestana með marki úr horninu. Andri Már Rúnarsson gerði síðan gríðarlega vel í næstu sókn ÍR þar sem hann stal boltanum, brunaði upp völlinn og fiskaði síðan bæði víti og brottvísun. Andri Már jafnaði síðan nokkrum mínútum síðar í stöðunni 16-16 og þá tók Bjarni Fritzson þjálfari ÍR leikhlé. Stjarnan skoruðu næsta mark en síðan tók ÍR 5-1 áhlaup. Það leit út eins og ÍR voru búnir að ná tök á leiknum en svo var ekki. Vörnin hjá Stjörnunni fór loksins að gera eitthvað og ÍR áttu ennþá í erfiðleikum með að stoppa 7 á móti 6 sóknir Stjörnunnar. Stjarnan komst fljótlega yfir 22-21 með tæpum tíu mínútum eftir af leiknum. Þá kom Stephen Nielsen aftur inná en hann hafði verið tekinn útaf á tímapunkti í seinni hálfleik. Stephen dettur heldur betur í gang og ver næstu þrjú skot Stjörnunnar, ekki nóg með að Stephen var að verja heldur skoruðu ÍR líka 3 mörk í röð og komust aftur yfir nú 24-22. Rúnar tekur sitt þriðja og síðasta leikhlé með rúmlega fimm mínútur eftir og undir með tveimur mörkum. Aron Dagur Pálsson steig upp á loka mínútunum en hann skoraði 2 af seinustu 3 mörkum leiksins en Stjarnan jöfnuðu 25-25 með tvær mínútur eftir. Björgvin Þór Hólmgeirsson fékk dæmdan á sig ruðning í sókninni eftir að Aron Dagur jafnaði og gaf Stjörnunni þannig tækifæri á að vinna leikinn. Birgir Steinn sem var búinn að eiga svo frábæran leik skaut yfir í lokasókn Stjörnunnar og gaf ÍR því aftur tækifæri til að sækja sigurinn. Í lokasókn leiksins dæma dómarar leiksins fríkast en heimamenn voru allt annað en ánægðir með það, þeir vildu fá vítakast. Fríkastið var rétt áður en tíminn kláraðist svo ÍR fengu bara eitt skot. Áður en Björgvin Hólmgeirsson tók skotið úr fríkastinu fékk Bergvin Þór Gíslason rautt og síðan blátt spjald fyrir mótmæli. Skotið var langt frá markinu og jafntefli var staðreynd. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Stjarnan áttu skilið að vera undir með miklu meira en 2 mörkum í hálfleik. Agaður sóknarleikur þeirra ásamt einhverjum klaufaskap hjá ÍR héldu þeim inni í leiknum eftir fyrri hálfleik. Bæði lið voru fín í seinni hálfleik en Stjarnan náðu að framkvæma betur á lokakaflanum og náðu þannig jafnteflinu. Það eru síðan eflaust einhverjir ÍRingar sem vilja kenna dómurunum um að hafa misst stigið í kvöld en þeir vildu heldur betur fá víti. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson var frábær fyrir Stjörnuna þegar þeir komu tilbaka. Hann skoraði 7 mörk úr 12 skotum í kvöld. Unglingalandsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson átti líka mjög fína innkomu fyrir Stjörnuna. Þessi strákur er alltaf að fá stærra og stærra hlutverk og gerir alltaf betur og betur. Í kvöld endaði hann með 3 mörk í 3 skotum, 3 stoðsendingar og 2 fiskuð víti. Bjarki Már Gunnarsson var með 10 löglegar stöðvanir í kvöld og til þess að vörnin hjá Stjörnunni geti eitthvað verður hann að vera frábær eins og hann var í seinni hálfleik. Kristján Orri Jóhannsson er búinn að vera einn af betri hægri hornamönnum deildarinnar í vetur og hélt í kvöld áfram að sýna frábæra takta. Hann skoraði 6 mörk úr 8 skotum þar af 2 úr hraðaupphlaupum en hann er eldsnöggur upp völlinn. Björgvin og Bergvin voru báðir fínir í skyttunni í kvöld fyrir ÍR. Þeir voru báðir með 4 mörk úr 8 skotum og 3 stoðsendingar. Stephen Nielsen var heilt yfir mjög góður í kvöld. 41% markvarsla og ein góð stoðsending. ÍR vörnin var góð í fyrri hálfleik og það var kannski enginn af þeim sem stóð sérstaklega upp úr. Ráðaleysið við 7 á móti 6 sóknum Stjörnunnar í seinni hálfleik var hinsvegar ekki nógu gott hjá þeim. Þeir sátu of aftarlega og náðu ekki að mæta miðjumönnum Stjörnunnar nógu ofarlega. Hvað gekk illa? 6 á móti 6 sóknarleikur Stjörnunnar var alveg afleitur. Þeir náðu ekki að búa til nein góð færi og þeir voru eiginlega bara að skiptast á að reyna að skjóta yfir alla ÍR vörnina. Eftir að þeir settu Birgi inná náðu þeir að skapa meira fyrir allt liðið og fóru að skora úr fleiri stöðum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru örugg í úrslitakeppni og geta fagnað því. Einvígin í úrslitakeppni ráðast á laugardaginn. ÍR fara til Akureyrar og geta þar fellt Akureyri en þeir felldu Grótta síðasta laugardag. Stjarnan fær Selfoss í heimsókn í mögulegri upphitun fyrir úrslitakeppnina en eins og staðan er í dag myndu þessi lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Bjarni: Heimskulegasta sem ég hef séð á ævinni Í lokasókn ÍR var dæmt fríkast en Bjarni og allir aðrir ÍRingar vildu fá víti. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sjónvarpsleikur og dómararnir voru aðgang að VARsjá skoðuðu þeir atvikið en það má ekki þegar um svona dóma er að ræða. „Ég er ekkert að fara að drulla yfir dómarana. Mér fannst þetta bara vera víti og ég á ekki til auka tekið orð. Að þeir megi ekki kíkja á vídeóupptöku hvort þetta sé víti eða ekki víti á seinustu sekúndu leiksins, ef það er eitthvað bannað þá er þaðbara eitt það sem heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni. “ „Þeir eiga að geta notað þetta þetta VAR þegar þeir eru óvissir og undir pressu á seinustu sekúndunum. Þegar leikurinn er undir, eða þeir sleppa því. Það er ekki bara hvort það sé rautt eða ekki rautt, mark eða ekki mark, en ég er ekki að fara að drulla yfir þá neitt en ég er brjálaður.” ÍR töpuðu seinni hálfleiknum en þeir skoruðu einungis 11 mörk í honum. Sóknarleikurinn var slakur allan seinni hálfleikinn og Bjarni var ekki ánægður með spilamennskuna á köflum. „Þeir tóku okkur aðeins útaf laginu þegar þeir byrja að plúsa Begga. Við erum samt að fá töluvert af færum en Bubbi er bara að verja svolítið vel. Þá koma þeir inn í leikinn.” „Síðan kemur þessi kafli þar sem við erum komnir fjórum mörkum yfir. En missum forystuna of auðveldlega af því að við erum bara óagaðir. Við förum alltof í árasir , erum að skjóta yfir blokkir og erum að fara inn úr mjög þröngum færum. Við vorum að opna þá frekar auðveldlega á þeim kafla.” Bjarni súmmeraði seinni hálfleikinn snyrtilega niður fyrir okkur. „Við skulum bara segja að þeir hafi komist inn í leikinn af því að Bubbi varði aðeins og þeir spiluðu þetta 7 á móti 6 kerfi náttúrulega mjög vel. Markvarslan datt síðan niður í seinni hálfleik líka.” Bjarni var gríðarlega óánægður eftir leikinn en hann gleymdi meiri segja í lokinn að hann hafi fengið eitt stig úr leiknum. „Við ættum að vera ofar en Stjarnan. Við erum miklu betri en þeir í dag. Þeir eiga reyndar góð skil í kvöld og nýta sína styrkleika mjög vel. Þeir spiluðu rosalega agað sóknarlega. Ég er auðvitað bara pirraður yfir að tapa.” Rúnar: Birgir lærir af þessu lokaskoti„Mér finnst dálítið gott að við náum inn stigi eftir þennan leik þar sem vægast sagt ekki allt gekk upp hjá okkur sem við höfðum lagt upp með,” sagði Rúnar Sigtryggson þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins en byrjun leiksins hjá Stjörnunni var langt undir pari. Stjarnan eru oft í vetur búnir að vera flatir varnarlega í upphafi og sama átti við í kvöld. Sóknin var ekki mikið skárri í fyrri hálfleik en þeir gátu eiginlega ekkert skorað fyrr en þeir byrjuðu að spila með auka mann í sóknininni. „Þetta var dálítið einstaklingsframtakið sem var að fara með okkur í byrjun. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að þetta fór að ganga hjá okkur. Menn voru aðeins meira lifandi þá en menn voru ekkert að gefa af sér í upphafi.” Úrslit kvöldsins tryggja Stjörnunni þátttöku í úrslitakeppninni en KA töpuðu sem þýðir að bæði ÍR og Stjarnan komast í úrslitakeppnina. „Þar sem ég kíkti á stöðuna hérna áðan þá vissi ég að sama hvort við töpuðum eða ekki þá værum við komnir í úrslitakeppnina. Ég er bara ánægður með það hvernig við kláruðum leikinn og lögðum okkur fram.” Birgir Steinn Jónsson tók skot full snemma í lokasókn Stjörnunnar. Birgir sem ungur leikmaður mun samt eflaust læra af reynslunni segir Rúnar. „Birgir Steinn átti frábæran leik og hann lærir síðan af þessu lokaskoti. Það er gott að eiga mann inni sem er búinn að læra af svona skoti. Við hefðum getað tekið þetta skot seinna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti