Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:19 Frá héraðsdómi í morgun. VÍSIR/VILHELM Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima. Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima.
Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira