Viðskipti innlent

1939 Games fær fjármögnun

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir stofnuðu 1939 Games.
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir stofnuðu 1939 Games.

Tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur safnað 3,6 milljónum dollara, rúmlega 440 milljónum króna, í fjármögnun. Fjármunirnir verða nýttir til að ljúka við gerð tölvuleiksins Kards í ár, en hægt verður að spila hann í PC- og Mac-tölvum og í snjallsímum. Kards gerist í seinni heimsstyrjöldinni og byggir á því að safna stafrænum spilum.

Fjármunirnir koma frá einkafjárfestum eins og Crowberry Capital, Tencent, Sisu Game Ventures og hinu opinbera til dæmis í formi ríkisstyrkja. Þetta kemur fram í frétt Venture Beat. 1939 Games var stofnað af fyrrverandi stjórnendum CCP Games, framleiðanda EVE Online. Ívar Kristjánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri CCP Games, stýrir fyrirtækinu. Starfsmenn eru níu.

Leiknum hefur verið lýst sem hálfgerðu borðspili á netinu. Höfuðáhersla er lögð á að keppa við leikmenn í gegnum netið en einnig verður hægt að keppa við tölvuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×