HB Grandi horfir til sóknar í Asíu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. apríl 2019 07:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari HB Grandi hefur tækifæri til að fara dýpra inn á markaðinn í Asíu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarinnar. „Það er stærsti markaður heims fyrir sjávarafurðir,“ segir hann og nefnir að nýta þurfi betur fríverslunarsamning Íslands við Kína. „Fyrsta skrefið er að vilja sækja á Asíumarkað. Hugurinn ber þig hálfa leið. Þegar við höfum ákveðið að þangað skuli förinni heitið, förum við að vinna í því hvernig best er að athafna sig,“ segir Guðmundur. Að hans sögn er hægt að fá gott verð fyrir ákveðnar fisktegundir í Asíu. „Þeir vilja gæði,“ segir Guðmundur. Blaðamaður segir að það sé jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg. „Asíubúar eru mjög hrifnir af sjófrystum fiski,“ segir Guðmundur og nefnir að veiðigjöldin hafi gert það að verkum að rekstri fjölda frystitogara hafi verið hætt. Guðmundur hefur áður vakið áthygli á því í fjölmiðlum að veiðigjöldin byggist á afkomu útgerðar og því greiði fullvinnsluskip veiðigjald af afurðaverðmæti en útgerðir sem landi í fiskvinnslur greiði einungis veiðigjald af hráefni. Hann nefnir að hinn möguleikinn sé að bjóða upp á ferskan fisk. Nú hafi WOW air hins vegar hætt starfsemi og því sé ekki beint flug til Asíu. „Við þurfum að bjóða góð gæði fyrir Asíu. Þetta er feiknaspennandi markaður.“ Aðspurður hvort önnur evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki horfi stíft til Asíu nefnir Guðmundur að norska sjávarútvegsfyrirtækið Mowi, sem áður hét Marine Harvest og er stærsti framleiðandi eldislax úr Atlantshafi í heimi, stefni á að opna fjölda verslana og veitingastaða í Kína á næstu mánuðum og árum. Að sögn Guðmundar komi innan við 10 prósent af tekjum HB Granda frá Asíu. Honum þykir hlutfallið lágt.Vinnslustöðin vex í Asíu Vinnslustöðin upplýsti á föstudag að Asía væri orðin helsta markaðssvæði félagsins. Fyrir sjö árum seldi Vinnslustöðin tólf prósent frystra uppsjávarafurða sinna á mörkuðum í Asíu en núna er þetta hlutfall komið í 46 prósent. Vægi Rússlands og annarra ríkja Austur-Evrópu í viðskiptavinahópnum hafi að sama skapi dregist saman. „Nærtækasta skýringin er sú að Rússlandsmarkaður lokaðist af pólitískum ástæðum en fleira kemur til. Annars vegar höfum við með fjárfestingum og vinnubrögðum lagað okkur að kröfum Asíumarkaðar og hins vegar skilar það miklum verðmætum til Vinnslustöðvarinnar og í íslenskt þjóðarbú að félagið gerðist meðeigandi í Okada Susian, rótgrónu fyrirtæki með nær helmingshlutdeild í markaði fyrir loðnuafurðir þar í landi. Þetta var farsælt skref,“ sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, í ræðu á aðalfundi. „Áður seldum við ekkert til Kína en á síðasta ári fóru tæplega 9% verðmæta frystra uppsjávarafurða þangað.“ Guðmundur, forstjóri HB Granda, sagði í ræðu á aðalfundi útgerðarinnar á föstudaginn að hluti hagnaðar sem ekki væri greiddur í arð til hluthafa væri „kyrrsettur ágóði“ sem nýta mætti til uppbyggingar. Hann segir í samtali við Markaðinn að með þeim hætti megi á 20-30 árum byggja upp feiknasterkt fyrirtæki. Landsvirkjun, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan séu á meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem státi af hvað mestu eigin fé. „Þau hafa öll haldið hagnaði eftir inni í félögunum. Þetta er það sem kyrrsettur hagnaður skilar á áratugum,“ segir Guðmundur. „Þegar ég hugsa um framtíðarhorfur [HB Granda] rifjast upp það sem einu sinni var sagt: Flestir ofmeta það sem þeir geta gert á einu ári en vanmeta það sem þeir geta á tíu árum,“ sagði hann á aðalfundi félagsins. Blaðamaður hefur orð á að arðgreiðslur megi ekki einungis nýta til að hafa það gott í sólinni erlendis heldur einnig til að fjárfesta í öðrum arðbærum verkefnum. „Þess vegna eigum við að borga arð. HB Grandi er með þá stefnu að greiða um 40-50 prósent af hagnaði í arð. Hluthafar geta nýtt arðinn til að fjárfesta aftur í HB Granda, farið til Kanarí eða gert eitthvað annað við peninginn. Þeirra er valið,“ segir hann.Eldislax dýrari en villtur fiskur Guðmundur sagði á aðalfundinum að HB Grandi hefði tækifæri til að vaxa með innri vexti. „Við getum fjárfest í markaðssetningu sem getur hækkað okkar afurðaverð. Í dag er verð á kílói af karfa og ufsa tvær evrur og þorski 3,5 evrur. Fyrir kíló af eldislaxi fást sex evrur í dag. Í mínum huga er villtur fiskur úr Atlantshafi góð afurð og ég er sannfærður um að hægt sé að auka verðmæti þessara fisktegunda.“ Aðspurður hvers vegna hærra verð fáist fyrir eldislax segir hann að lagt hafi verið í mikla markaðssetningu á afurðinni og á mörgum af bestu hótelum heims sé boðið upp á lax. Neytendur sæki í vöruna. Hann segir við Markaðinn að eitt íslenskt fyrirtæki geti ekki hækkað verð á villtum fiski heldur kalli það á samstillt átak. „Ísland allt, það er lykilatriði. Og það þarf hugfarsbreytingu, það er ekki endalaust hægt að karpa um kvótann.“ Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Seðlabanki greip inn í veikingu krónunnar eftir fall WOW. 28. mars 2019 15:18 LSR bætir við sig í HB Granda en Lífeyrissjóður verslunarmanna selur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur á undanförnum sex mánuðum bætt við sig í HB Granda með kaupum á samanlagt ríflega 0,9 prósenta hlut í útgerðinni, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hennar. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
HB Grandi hefur tækifæri til að fara dýpra inn á markaðinn í Asíu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarinnar. „Það er stærsti markaður heims fyrir sjávarafurðir,“ segir hann og nefnir að nýta þurfi betur fríverslunarsamning Íslands við Kína. „Fyrsta skrefið er að vilja sækja á Asíumarkað. Hugurinn ber þig hálfa leið. Þegar við höfum ákveðið að þangað skuli förinni heitið, förum við að vinna í því hvernig best er að athafna sig,“ segir Guðmundur. Að hans sögn er hægt að fá gott verð fyrir ákveðnar fisktegundir í Asíu. „Þeir vilja gæði,“ segir Guðmundur. Blaðamaður segir að það sé jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg. „Asíubúar eru mjög hrifnir af sjófrystum fiski,“ segir Guðmundur og nefnir að veiðigjöldin hafi gert það að verkum að rekstri fjölda frystitogara hafi verið hætt. Guðmundur hefur áður vakið áthygli á því í fjölmiðlum að veiðigjöldin byggist á afkomu útgerðar og því greiði fullvinnsluskip veiðigjald af afurðaverðmæti en útgerðir sem landi í fiskvinnslur greiði einungis veiðigjald af hráefni. Hann nefnir að hinn möguleikinn sé að bjóða upp á ferskan fisk. Nú hafi WOW air hins vegar hætt starfsemi og því sé ekki beint flug til Asíu. „Við þurfum að bjóða góð gæði fyrir Asíu. Þetta er feiknaspennandi markaður.“ Aðspurður hvort önnur evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki horfi stíft til Asíu nefnir Guðmundur að norska sjávarútvegsfyrirtækið Mowi, sem áður hét Marine Harvest og er stærsti framleiðandi eldislax úr Atlantshafi í heimi, stefni á að opna fjölda verslana og veitingastaða í Kína á næstu mánuðum og árum. Að sögn Guðmundar komi innan við 10 prósent af tekjum HB Granda frá Asíu. Honum þykir hlutfallið lágt.Vinnslustöðin vex í Asíu Vinnslustöðin upplýsti á föstudag að Asía væri orðin helsta markaðssvæði félagsins. Fyrir sjö árum seldi Vinnslustöðin tólf prósent frystra uppsjávarafurða sinna á mörkuðum í Asíu en núna er þetta hlutfall komið í 46 prósent. Vægi Rússlands og annarra ríkja Austur-Evrópu í viðskiptavinahópnum hafi að sama skapi dregist saman. „Nærtækasta skýringin er sú að Rússlandsmarkaður lokaðist af pólitískum ástæðum en fleira kemur til. Annars vegar höfum við með fjárfestingum og vinnubrögðum lagað okkur að kröfum Asíumarkaðar og hins vegar skilar það miklum verðmætum til Vinnslustöðvarinnar og í íslenskt þjóðarbú að félagið gerðist meðeigandi í Okada Susian, rótgrónu fyrirtæki með nær helmingshlutdeild í markaði fyrir loðnuafurðir þar í landi. Þetta var farsælt skref,“ sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, í ræðu á aðalfundi. „Áður seldum við ekkert til Kína en á síðasta ári fóru tæplega 9% verðmæta frystra uppsjávarafurða þangað.“ Guðmundur, forstjóri HB Granda, sagði í ræðu á aðalfundi útgerðarinnar á föstudaginn að hluti hagnaðar sem ekki væri greiddur í arð til hluthafa væri „kyrrsettur ágóði“ sem nýta mætti til uppbyggingar. Hann segir í samtali við Markaðinn að með þeim hætti megi á 20-30 árum byggja upp feiknasterkt fyrirtæki. Landsvirkjun, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan séu á meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem státi af hvað mestu eigin fé. „Þau hafa öll haldið hagnaði eftir inni í félögunum. Þetta er það sem kyrrsettur hagnaður skilar á áratugum,“ segir Guðmundur. „Þegar ég hugsa um framtíðarhorfur [HB Granda] rifjast upp það sem einu sinni var sagt: Flestir ofmeta það sem þeir geta gert á einu ári en vanmeta það sem þeir geta á tíu árum,“ sagði hann á aðalfundi félagsins. Blaðamaður hefur orð á að arðgreiðslur megi ekki einungis nýta til að hafa það gott í sólinni erlendis heldur einnig til að fjárfesta í öðrum arðbærum verkefnum. „Þess vegna eigum við að borga arð. HB Grandi er með þá stefnu að greiða um 40-50 prósent af hagnaði í arð. Hluthafar geta nýtt arðinn til að fjárfesta aftur í HB Granda, farið til Kanarí eða gert eitthvað annað við peninginn. Þeirra er valið,“ segir hann.Eldislax dýrari en villtur fiskur Guðmundur sagði á aðalfundinum að HB Grandi hefði tækifæri til að vaxa með innri vexti. „Við getum fjárfest í markaðssetningu sem getur hækkað okkar afurðaverð. Í dag er verð á kílói af karfa og ufsa tvær evrur og þorski 3,5 evrur. Fyrir kíló af eldislaxi fást sex evrur í dag. Í mínum huga er villtur fiskur úr Atlantshafi góð afurð og ég er sannfærður um að hægt sé að auka verðmæti þessara fisktegunda.“ Aðspurður hvers vegna hærra verð fáist fyrir eldislax segir hann að lagt hafi verið í mikla markaðssetningu á afurðinni og á mörgum af bestu hótelum heims sé boðið upp á lax. Neytendur sæki í vöruna. Hann segir við Markaðinn að eitt íslenskt fyrirtæki geti ekki hækkað verð á villtum fiski heldur kalli það á samstillt átak. „Ísland allt, það er lykilatriði. Og það þarf hugfarsbreytingu, það er ekki endalaust hægt að karpa um kvótann.“
Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Seðlabanki greip inn í veikingu krónunnar eftir fall WOW. 28. mars 2019 15:18 LSR bætir við sig í HB Granda en Lífeyrissjóður verslunarmanna selur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur á undanförnum sex mánuðum bætt við sig í HB Granda með kaupum á samanlagt ríflega 0,9 prósenta hlut í útgerðinni, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hennar. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fjárfestar flýja í öryggi af ótta við veika krónu, verðbólgu og lægra fasteignaverð Seðlabanki greip inn í veikingu krónunnar eftir fall WOW. 28. mars 2019 15:18
LSR bætir við sig í HB Granda en Lífeyrissjóður verslunarmanna selur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur á undanförnum sex mánuðum bætt við sig í HB Granda með kaupum á samanlagt ríflega 0,9 prósenta hlut í útgerðinni, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hennar. 27. febrúar 2019 08:30