Fer fram á lengri Brexit-frest Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 22:59 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira