Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2019 15:56 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið. Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið.
Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira