Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2019 09:15 Jim Bridenstine, yfirmaður NASA. EPA/MICHAEL REYNOLDS Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira