Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2019 09:15 Jim Bridenstine, yfirmaður NASA. EPA/MICHAEL REYNOLDS Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira