Iðnaður er undirstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:00 Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar