Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:05 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“ Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“
Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?