Íþrótt? Haukur Örn Birgisson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun