Verkföllum aflýst Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 1. apríl 2019 22:24 Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og VR hafa gert með sér samkomulag þess efnis að verkfalli VR hjá tilgreindum hópbifreiðafyrirtækjum og fyrirtækjum í gistiþjónustu er aflýst. Efling hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að félagið hafi aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hafi náðst í samningaviðræðum sem verður kynntur nánar á morgun. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, árangur dagsins standa og falla með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort fall WOW air hafði haft áhrif á kröfur verkalýðsfélaganna. Niðurstaða dagsins verður kynnt fyrir samninganefndum en hann segir samningana flókna. Ágætis árangur hafi náðst síðustu daga og þá sérstaklega í dag. Viðræður hafa staðið yfir í allan dag og langt fram eftir kvöldi á milli fulltrúa verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir fundarhöld enn standa yfir og þau muni gera það eitthvað fram á kvöld. Uppfært klukkan 23:50: Nú laust fyrir miðnætti staðfesti Elísabet að samningaaðilar funduðu enn en reikna má með frekari tíðindum á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira