Innlent

Enn fundað stíft í Karphúsinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu.
Frá fundi deiluaðila í Karphúsinu fyrir skömmu. Vísir/vilhelm
Fulltrúar verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV funda enn með Samtökum atvinnulífsins (SA) í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 9:30 í morgun og er bókaður til klukkan 17. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara á þó enn eftir að skýrast hversu lengi verður fundað en í gær var fundi ekki slitið fyrr en á ellefta tímanum.

Formenn verkalýðsfélaganna hafa ekki viljað tjá sig um gang fundarins í dag en deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir fundinn í dag að reynt verði að landa samningum í dag. Þá fari að styttast í að niðurstaða liggi fyrir.

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði fyrr í dag að staðan væri tvísýn en reynt yrði að gera atlögu að samningum á fundi dagsins.

Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Verkfall skall aftur á nú klukkan 16 og stendur til 18. Að öllu óbreyttu verða bílstjórar í verkfalli á þessum sömu tímum alla virka daga út apríl.


Tengdar fréttir

Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun

Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum.

Reyna að landa samningum í dag

Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×