M/s Berglind Guðmundur Brynjólfsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun