Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:00 Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. AP/Niall Carson Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. Myndbandið sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. Með þessu vill lögreglan njóta aðstoðar almennings við að „ná morðingja af götunum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni.McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést. Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Talið er að meðlimir samtakanna Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) hafi framið árásina.Sjá einnig: Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í LondonderryÞá segir lögreglan að allir þeir sem náðu myndbandi eða myndum af skotárásinni að afhenda lögreglunni myndefnið. Þar að auki þykjast lögregluþjónar vissir um að íbúar viti hver árásarmaðurinn er. „Fólk sá árásarmanninn og fólk sá þá sem hvöttu ungt fólk út á göturnar. Fólk veit hverir þeir eru. Svörin við því sem gerðist má finna í samfélaginu,“ er haft eftir lögregluþjóninum Jason Murphy í tilkynningu lögreglunnar. „Ég bið fólk um að gera hið rétta fyrir Lyru McKee, fjölskyldu hennar og fyrir Derry/Londonderry og hjálpa okkur að binda enda á þetta brjálæði.“ McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. Myndbandið sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. Með þessu vill lögreglan njóta aðstoðar almennings við að „ná morðingja af götunum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni.McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést. Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Talið er að meðlimir samtakanna Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) hafi framið árásina.Sjá einnig: Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í LondonderryÞá segir lögreglan að allir þeir sem náðu myndbandi eða myndum af skotárásinni að afhenda lögreglunni myndefnið. Þar að auki þykjast lögregluþjónar vissir um að íbúar viti hver árásarmaðurinn er. „Fólk sá árásarmanninn og fólk sá þá sem hvöttu ungt fólk út á göturnar. Fólk veit hverir þeir eru. Svörin við því sem gerðist má finna í samfélaginu,“ er haft eftir lögregluþjóninum Jason Murphy í tilkynningu lögreglunnar. „Ég bið fólk um að gera hið rétta fyrir Lyru McKee, fjölskyldu hennar og fyrir Derry/Londonderry og hjálpa okkur að binda enda á þetta brjálæði.“ McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira