Jokowi endurkjörinn sem forseti Indónesíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Joko Widodo virðist ætla að halda forsetastólnum. Nordicphotos/AFP Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent