Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28