Erlent

Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.
Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Vísir/ap
Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.

Yfirheyrslurnar eru liður í rannsókn á eldsupptökum sem saksóknari í París gerir ráð fyrir að verði „langdregin og flókin“.

Mörg hundruð milljónir evra er heitið til uppbyggingar kirkjunnar sem stórskemmdist í eldsvoðanum á mánudag. Stjórnvöld íhuga að setja á fót sérstaka skrifstofu til að taka á móti fjárframlögum. Fjársterkir aðilar á bakvið ýmis tískumerki á borð við L‘Oreal, Chanel, Dior, Gucci og Yves Saint Lauren hyggjast verja gífurlegum fjárhæðum í verkefnið.

Vill að verkinu ljúki innan fimm ára

Þegar Frakkar hafa lokið við að endurreisa Notre Dame á hún að verða jafnvel glæsilegri en hún var fyrir eldsvoðann. Þetta segir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sem vill helst að verkinu ljúki innan fimm ára en Ólympíuleikarnir í París hefjast sumarið 2024.

Frakklandsforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óraunsær.Vísir/ap
Margir hafa þó stigið fram og gagnrýnt Macron fyrir „fimm ára áætlunina“ og sagt hana óraunhæfa. Pierluigi Pericolo, sem hefur umsjón með viðgerðum og öryggi St. Donatian kirkjunnar í Nantes sagði að það tæki allavega tvö til fimm ár bara í að tryggja öryggi og láta hana standa trausta í ljósi stærðar og umfangs hennar.

Klukknahljómur til að sýna samhug

Ákveðið hefur verið að hringja kirkjuklukkum í öllum dómkirkjum Frakklands í kvöld laust fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma til heiðurs Notre Dame og til að sýna samhug.


Tengdar fréttir

Stórt og flókið verkefni bíður Frakka

Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×