Getur heimsbyggðin hindrað kjarnorkustríð? Sveinn Kristinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar