Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2019 17:15 Byrjað var að grafa frá jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar í júlí 2017. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45