Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:44 Samtökin Sniððgöngum Eurovision í Ísrael telja Hatara tannhjól í áróðursmaskínu Ísrael, hvað sem hver segir. Póstkortið sem ávallt er framleitt til að kynna sérstaklega lögin sem keppa í Eurovision söngvakeppninni kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. Þar á bæ er talið að meðlimir hljómsveitarinnar Hatari, sem er framlag Íslands í ár og stíga á svið í Tel aviv í næsta mánuði, séu nytsamir sakleysingjar í áróðursvél Ísraelríkis.Fagurt andlit Ísrael „Ísrael hefur lagt mikla vinnu í póstkortin í ár, en formaður Kan sjónvarpsstöðvarinnar hefur kallað þau fullkomið tækifæri til að sýna 200 milljón áhorfendum „fagurt andlit Ísrael“. Þema póstkortanna í ár er „dansandi Ísrael“, en þau eru tekin upp á völdum stöðum sem Ísrael vill sýna áhorfendum, meðal annars í Golan-hæðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu samtakanna sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Við sjáum þannig með skýrum hætti hvernig Eurovision skapar tækifæri til að sýna ólöglega innlimuð og/eða hernumin svæði á borð við Golan-hæðir og palestínsku Austur-Jerúsalem sem hluta af Ísrael. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvernig keppnin er notuð í áróðursskyni og í pólitískum tilgangi af Ísrael.“ Hatari virkir þátttakendur í ímyndarherferð Ísraelríkis Sniðgöngum Eurovison í Ísrael telja fyrirliggjandi að Ísrael vilji nota keppnina óspart í áróðursskyni. Og Íslendingarnir séu þátttakendur í því, hvað sem tautar og raular. „Hatari, sem telja sig hafa einhvers konar sérstöðu vegna óljósra yfirlýsinga um mótmæli, taka þannig með beinum þætti í áróðursmaskínunni.“ Meðlimir Hatari hafa verið í fjölmiðlabanni eftir að þeir sigruðu í undankeppninni á Íslandi og hefur hvorki heyrst í þeim hósti né stuna í fjölmiðlum eftir það. Fyrir liggur að þeir höfðu hugsað sér að nota tækifærið og vekja athygli á deilum Palestínumanna og Ísraelríkis, og þá sér í lagi gagnrýniverðri framgöngu Ísraelríkis. Og víst er að einhverjir kusu þá til sigurs á þeim forsendum. Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision. En, ef marka má samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael, þá þurfa Shurat HaDin ekki að hafa miklar áhyggjur af Hatara. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52 Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Póstkortið sem ávallt er framleitt til að kynna sérstaklega lögin sem keppa í Eurovision söngvakeppninni kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. Þar á bæ er talið að meðlimir hljómsveitarinnar Hatari, sem er framlag Íslands í ár og stíga á svið í Tel aviv í næsta mánuði, séu nytsamir sakleysingjar í áróðursvél Ísraelríkis.Fagurt andlit Ísrael „Ísrael hefur lagt mikla vinnu í póstkortin í ár, en formaður Kan sjónvarpsstöðvarinnar hefur kallað þau fullkomið tækifæri til að sýna 200 milljón áhorfendum „fagurt andlit Ísrael“. Þema póstkortanna í ár er „dansandi Ísrael“, en þau eru tekin upp á völdum stöðum sem Ísrael vill sýna áhorfendum, meðal annars í Golan-hæðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu samtakanna sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Við sjáum þannig með skýrum hætti hvernig Eurovision skapar tækifæri til að sýna ólöglega innlimuð og/eða hernumin svæði á borð við Golan-hæðir og palestínsku Austur-Jerúsalem sem hluta af Ísrael. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvernig keppnin er notuð í áróðursskyni og í pólitískum tilgangi af Ísrael.“ Hatari virkir þátttakendur í ímyndarherferð Ísraelríkis Sniðgöngum Eurovison í Ísrael telja fyrirliggjandi að Ísrael vilji nota keppnina óspart í áróðursskyni. Og Íslendingarnir séu þátttakendur í því, hvað sem tautar og raular. „Hatari, sem telja sig hafa einhvers konar sérstöðu vegna óljósra yfirlýsinga um mótmæli, taka þannig með beinum þætti í áróðursmaskínunni.“ Meðlimir Hatari hafa verið í fjölmiðlabanni eftir að þeir sigruðu í undankeppninni á Íslandi og hefur hvorki heyrst í þeim hósti né stuna í fjölmiðlum eftir það. Fyrir liggur að þeir höfðu hugsað sér að nota tækifærið og vekja athygli á deilum Palestínumanna og Ísraelríkis, og þá sér í lagi gagnrýniverðri framgöngu Ísraelríkis. Og víst er að einhverjir kusu þá til sigurs á þeim forsendum. Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision. En, ef marka má samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael, þá þurfa Shurat HaDin ekki að hafa miklar áhyggjur af Hatara.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52 Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Ísraelsku samtökin Shurat HaDin telja framgöngu sveitarinnar vera tilefni til þess að meina þeim að koma til landins. 10. mars 2019 18:52
Hatari í viðtali við Independent: „Við erum bleiki fíllinn í herberginu“ Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í byrjun mánaðarins en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 12. mars 2019 12:30
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30