Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. apríl 2019 06:45 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meirihluti fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við stofnunina síðasta árið ber lítið traust til hennar. Fyrirtæki eru einnig fremur neikvæð í garð hennar. Fréttablaðið/Eyþór Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira