Erlent

Sendi­herra Ís­lands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan 19 að staðartíma.
Eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan 19 að staðartíma. EPA
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, kveðst mjög hryggur að sjá Notre Dame standa í ljósum logum. „Dómkirkjan Notre Dame er í hjörtum okkar,“ segir sendiherrann á Twitter-síðu sinni, en hann lætur orðin falla á frönsku.

Mikill eldur kom upp í Notre Dame í kvöld og er ljóst að ógurlegar skemmdir hafa orðið á kirkjunni. Óljóst er hvort það muni takast að bjarga kirkjunni.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist sömuleiðis vera mjög sorgmæddur vegna eyðileggingar Notre Dame, „einu helsta kennileiti hinnar fallegu Parísarborgar“. Þetta segir ráðherrann á sinni Twitter-síðu.


Tengdar fréttir

Segja ó­ljóst hvort takist að bjarga Notre Dame

Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það "sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld.

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×