„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 10:27 Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com. Vísir/Facebook „Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
„Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42