Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 09:01 Vinnuvélum sem fjarlægja eldsneytishylkin er fjarstýrt frá skrifstofu TEPCO, eiganda kjarnorkuversins. Vísir/EPA Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34
Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30