Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm. Vísir/EPA Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44