Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:45 Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, ásamt eiginkonu sinni, Heta Ravolainen-Rinne, koma til kosningavöku flokksins í gærkvöldi. Fréttablaðið/EPA Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39
Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30