Upplausn í Hollywood vegna kjaradeilna Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 23:19 David A. Goodman, formaður Samtaka handritshöfunda. Vísir/Getty Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni. Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni.
Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira