Umsjónarmaður Hluthafa stígur fram Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 22:14 Vefurinn er kostaður af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. Vísir/Vilhelm Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að hópfjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Þetta kemur fram á hluta vefsins þar sem fjallað er verndara hans, en þessum upplýsingum var bætt við vefinn nú í kvöld. Þar segir að „af einhverjum ástæðum, þá hafa fjölmiðlar óskað eftir að upplýst verði hverjir standi á bakvið Hluthafi.com.“ Er upplýst að um sé að ræða hóp einstaklinga sem sér að rekstur lággjaldaflugfélags í eigu Íslendinga sé raunhæfur kostur og vill að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldafélag sem sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. „Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt,“ segir á vefnum. Eru þessir aðilar sagðir kostaðir af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. en stjórnarformaður þess fyrirtækis er Guðmundur Bjarni Yngvason. Sonur hans, Friðrik Atli Guðmundsson, er sagður umsjónarmaður vefsins. Vísir hefur reynt að ná tali af Friðriki en án árangurs en rætt er við hann á vef Ríkisútvarpsins þar sem hann segir ágætan hóp manna standa að þessu átaki. Vill hann ekki gefa upp hverjir séu í þeim hópi en vonar að það muni skýrast á næstunni. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur látið hafa eftir sér að hann kannist ekki við síðuna né þá sem standa að baki henni. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að hópfjármagna endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Þetta kemur fram á hluta vefsins þar sem fjallað er verndara hans, en þessum upplýsingum var bætt við vefinn nú í kvöld. Þar segir að „af einhverjum ástæðum, þá hafa fjölmiðlar óskað eftir að upplýst verði hverjir standi á bakvið Hluthafi.com.“ Er upplýst að um sé að ræða hóp einstaklinga sem sér að rekstur lággjaldaflugfélags í eigu Íslendinga sé raunhæfur kostur og vill að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldafélag sem sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. „Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt,“ segir á vefnum. Eru þessir aðilar sagðir kostaðir af byggingafyrirtækinu Sólhúsi ehf. en stjórnarformaður þess fyrirtækis er Guðmundur Bjarni Yngvason. Sonur hans, Friðrik Atli Guðmundsson, er sagður umsjónarmaður vefsins. Vísir hefur reynt að ná tali af Friðriki en án árangurs en rætt er við hann á vef Ríkisútvarpsins þar sem hann segir ágætan hóp manna standa að þessu átaki. Vill hann ekki gefa upp hverjir séu í þeim hópi en vonar að það muni skýrast á næstunni. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur látið hafa eftir sér að hann kannist ekki við síðuna né þá sem standa að baki henni.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42