„Ég var ekki rekinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2019 18:17 Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion. „Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú. Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú.
Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira