Taconic keypti fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. apríl 2019 08:00 Frank Brosens, stofnandi og eiganda vogunarsjóðsins Taconic Capital. Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans. Taconic Capital, sem átti fyrir kaupin 9,99 prósenta hlut í Arion banka, keypti samanlagt 90,7 milljónir hluta í bankanum sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut miðað við útistandandi hlutafé bankans. Voru kaupin gerð á genginu 72 krónur á hlut og var kaupverðið því ríflega 6,5 milljarðar króna. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í bankanum í 77,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Sem kunnugt er gekk Kaupþing frá sölu á um tíu prósenta hlut í Arion banka, 200 milljónum hluta að nafnverði, í síðustu viku fyrir samtals um fjórtán milljarða króna. Fóru þau viðskipti fram á genginu 70 krónur á hlut. Rúmlega 86 milljónir hluta voru seldar fjárfestum í gegnum Kauphöllina á Íslandi fyrir samtals um sex milljarða króna en afgangurinn, 114 milljónir hluta, var seldur fjárfestum í gegnum kauphöllina í Svíþjóð. Eins og fram kom í Markaðinum fyrr í vikunni keypti fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar, um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Í kjölfar kaupanna er fjárfestingafélagið orðið stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans. Taconic Capital, sem átti fyrir kaupin 9,99 prósenta hlut í Arion banka, keypti samanlagt 90,7 milljónir hluta í bankanum sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut miðað við útistandandi hlutafé bankans. Voru kaupin gerð á genginu 72 krónur á hlut og var kaupverðið því ríflega 6,5 milljarðar króna. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í bankanum í 77,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Sem kunnugt er gekk Kaupþing frá sölu á um tíu prósenta hlut í Arion banka, 200 milljónum hluta að nafnverði, í síðustu viku fyrir samtals um fjórtán milljarða króna. Fóru þau viðskipti fram á genginu 70 krónur á hlut. Rúmlega 86 milljónir hluta voru seldar fjárfestum í gegnum Kauphöllina á Íslandi fyrir samtals um sex milljarða króna en afgangurinn, 114 milljónir hluta, var seldur fjárfestum í gegnum kauphöllina í Svíþjóð. Eins og fram kom í Markaðinum fyrr í vikunni keypti fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann og Tryggingamiðstöðvarinnar, um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Í kjölfar kaupanna er fjárfestingafélagið orðið stærsti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með um 4,5 prósenta hlut af útistandandi hlutafé bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira