Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Aron Einar yfirgefur Cardiff í lok tímabilsins. Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira