Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira